Svoboda | Graniru | BBC Russia | Golosameriki | Facebook
Fara í innihald

Charles Gide

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Charles Gide var hagfræðingur og samvinnumaður sem fæddur var árið 1847 í Uzés í Frakklandi og lést 1932. Gide lærði lög- og hagfræði við Háskólanum í París og varð síðar prófessor við samvinnufræði í þeim skóla en hafði það fag hafði ekki verið kent í neinum háskóla fyrir það. Áhrif hans voru víðtæk en hann var áberandi á sviði félagslegrar hagfræði, samvinnuhreyfingunni og opinberrar stefnumótunar á sínum tíma, auk þess var hann ritstjóri tímarita og þekktur sagnfræðingur í efnahags hugsun. Frændi hans var frægur höfundur að nafni André Gide.[1]

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Gide var prófessor í Montpellier í Suður-Frakklandi og kynntist þar áhugasömu og hugsjónaríku samvinnumönnun sínum í Nimes, sem myndu hafa mikill áhrif á stefnu og starf Gide’s í framtíðinni. [1] Gide var ritstjóri tímarita og þekktur sagnfræðingur í efnahags hugsun, hann deildi miklum áhuga Léon Walras á samvinnuhreyfingu framleiðenda og neytenda og var hann því einn af fáum stuðningsmönnum fræðilegrar vinnu Léon Walras, þrátt fyrir mikla hneigð sína til þýsku sagnfræði skólanna. [2] Hann fór að skrifa um samvinnumál, þar má nefna Principles of Political Economy en skrif hans voru áhrifamikil á samvinnustefnuna, ekki einungis í Frakklandi, heldur einnig um allan heim.

Frá 1886 varð Gide var þekktur sem “Ecole de Nimes“, frönsk samvinnuhreyfingu þar sem þekktustu meðlimir voru mótmælendur Auguste Fabre Edouard de Boyve. Hann var í leiðtogi þessara franska samvinnuhreyfingarinnar, sem þróaðist á 19. öld, og var markmiðið hennar að bæta vinnuskilyrði á tímum iðnbyltingarinnar og réttlæta skiptingu auðs, á þeim tíma stóðu verkamenn fyrir í iðnvæddu hagkerfi og átti þessi hreyfing að breyta því. Þessi pólitík og félags samtök voru sérstaklega þekkt í Suður-Frakklandi. [3]Megin hugmyndin á hreyfinguna var í raun hlutafélag sem myndi gera meðlimum sínum kleift að verða frjálsir í samfélaginu; það var líka skipulag sem boðið lýðræði og efnahagslega hagkvæmni: það gerði út um gróða kerfið en var ekki ríkiskerfi. Hugmyndin um samvinnu var gerð aðgengileg almenningi á þingi í París árið 1885.

Charles Gide var talsmaður hárra siðferðisstaða í pólitíska ferli sínum. Hann lagði áherslu á trúarlegu hlið “Nýja skólans” sem var byggður á samstöðu svipaðri þeirri sem er að finna í bréfum Páls postula. Árið 1888 stofnaði maður að nafni Tommy Fallot félag kristinna sósíalisma og var Charles Gide fyrsti varaforseti þess félags og var síðar forseti hreyfingarinnar árið 1922.[3]

Gide var sammála Dreyfus og frönsku sósíalísku “félagshyggju“ hugmyndafræðinni og hreyfingar þeirra sem ýttu undir félagslegar breytingar, en hann hafnaði þó byltingarkenndum sósíalisma.  Seinna á 19. öld rannsakaði hann ýmis félagsleg vandamál og reyndi hann þó að framkvæma það án þess að móðga stofnun mótmælendatrúar, þrátt fyrir vaxandi alvarleika ástandsins tilkomið vegna efnahagskreppunnar og uppgangs marxisma. Gide stefndi á að finna jafnvægi á milli trúar sem virti ekki félagsleg vandamál og sósíalisma sem hunsaði andlega vídd mannsins. Honum var boðið að heimsækja Sovétríkin, þrátt fyrir að hann hafi opinberlega talað illa um bolsévisma í greinum sínum. Hann taldi að samvinnusamtök sem væru ekki hægt að skilja að (e. integral cooperative organization) væru möguleg, en að kommúnisminn sjálfur væri vissulega of róttækur fyrir hann. Afrek hans og vinna hafa nýlega verið enduruppgötvuð og vakið athygli þar sem fjallað er um málefni eins og samstöðu og vandamál sem eiga við í dag, þar á meðal öldrum íbúa, félagslega löggjöf og eftirlaun.[3]

Áhrif og framlög Gide voru ekki aðeins fræðileg heldur einnig hagnýt, þar sem hann átti lykilhlutverk í að efla samvinnufélag í Frakklandi og jafnvel víðar.[1]

Samvinnuhugsjón

[breyta | breyta frumkóða]

Charles Gide taldi að það komu til greina þrír flokkar þegar litið er til samvinnu starfs og stefnu: hægri, vinstri og sannir samvinnumenn.

Hægri samvinnumenn telja að samvinnustefnan og starfið sé einungis eins konar tæki til þess að gefa fólki kost á hagstæðum innkaupum í einstökum afmörkuðum greinum viðskiptalífsins, en hún sé ekki heilsteypt hugsjón eða hreyfing, sem geti náð að hafa áhrif á viðskiptalífið í heild sinni. Gide taldi að slík félög í Frakklandi neita að leggja pening til samvinnufræðslu, og að þau leggja ekki heldur pening í sjóði til að tryggja framtíðarstarfsemi félagsins, og að þau eru ófáanleg til þess að bindast heildarsamtökum samvinnumanna.[4]

Vinstri samvinnumenn, jafnaðarmenn og kommúnistar, telja að samvinnu starfsemi og samvinnustefnan væri “borgaraleg“, eina afsökunin fyrir tilveru neytenda félaganna sé að þau geti verið tæki fyrir verkafólkið í stéttabaráttunni og stríði þess við auðvaldið, þar til ríki sósíalismans eða kommúnismans kemst á.[4]

Gide tók það fram að flest samvinnufélög flestra landa voru ekki rekin samkvæmt hægri eða vinstri sjónarmiðunum og að þau séu rekin samkvæmt hinum sönnu samvinnusjónarmiðum. Sannir samvinnumenn vilja ekki aðeins sjá samvinnufélögin rekin á líkan hátt og hver önnur fyrirtæki í einstökum greinum viðskiptalífsins, ekki heldur að samvinnufélögin séu aðeins bráðabirgða hjálpartæki fyrir verkafólkið, þar til ríku sósíalismans eða kommúnismans kemst að. Fyrir þennan flokk er samvinnu starfsemin ekki leiðin að marki, heldur markmiðið sjálft. Í raun er aðgrein samvinnu starfsemina frá bæði kapítalisma og sósíalisma, og kommúnisma. Hún ætti að þeirra mati að vera sjálfstæð og óháð öðrum og að fara eigin leiðir að eigin marki.[4]

Framleiðslusamvinnufélög

[breyta | breyta frumkóða]

Meginhugsjón framleiðsluslusamvinnufélaga var að koma á atvinnulýðræði og faldi tilgangur þessara félaga í því. Í raun að gera verkamanninn frjálsan og óháðan. Gide taldi að framleiðslusamvinnufélög hafi tekið sín fyrstu skref í Frakklandi, þar sem fyrsta framleiðslufélagið, sem menn þekkja, var stofnuð í Frakklandi, árið 1834. Hann tekur því fram að framleiðslusamtök grundvallast á eignarrétti einstaklingsins, að þau vilja gera verkamenn að eigendur um framleiðslu tækjanna, sem þeir nota, en þjóðnýtingarmenn vilja hins vegar koma í veg fyrir þessu.[5]

Gagnrýni Gide á kapítalismann

[breyta | breyta frumkóða]

Gide var gagnrýninn á hagnaðarsjónarmið kapítalismans fremur en einkaeignaréttinn sem sósalistar voru gagnrýnir á, en ekki þótti honum siðferðilega rétt að eigendur fyrirtækja tóku til sín allan þann hagnað sem myndaðist við framleiðslu. Samvinnufélög áttu þetta öll sameiginlegt með Gide, en rekstrarafgangur átti fremur að vera deildur á þá sem notuðu þjónustu fyrirtækisins og/eða verkamenn sem unnu við það, í hlutfalli við vinnuframlag eða kaup á þjónustu sem átti sér stað hjá fyrirtækinu en ekki skipt rekstrarafgangi við hlutfall eignarhlutar í fyrirtækinu eins og venja var að gera. Samvinnufélög héldu því fram að viðskiptavinir og starfsmenn voru einnig eigendur fyrirtækisins og þar með félagar í samvinnufélaginu.

Gide taldi að mikilvægasta tegund samvinnufélaga væru neytendasamvinnufélögin, þar sem áherslan væri á að skipuleggja dreifingu og framleiðslu á neysluvöru í samræmi við þarfir neytenda fremur en hagnaðarsjónarmið kaupmanna eða iðnaðarins. Að hans mati gæti þetta skapað réttlátt samfélag sem þjónaði fjöldanum. Hann var hins vegar gagnrýninn á „sósíalísk“ samvinnufélög sem notuðu rekstrarafganginn í pólitíska starfsemi eða til að styðja stjórnmálaflokka eða verkalýðsfélög. Fyrir Gide var pólitískt hlutleysi samvinnufélaga afar mikilvægt, og tengdist sú hefð oft ensku Rochdale-kaupfélögunum. [6]

  1. 1,0 1,1 1,2 Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 6. september 2024.
  2. Bo Sandelin; Hans-Micheal Trautwein; Richard Wundrak (2014). A Short History of Economic Thought 3rd edition.
  3. 3,0 3,1 3,2 Musée protestant. “Charles Gide (1847-1932).” Musée Protestant, 2024, https://museeprotestant.org/en/notice/charles-gide-1847-1932-2/.
  4. 4,0 4,1 4,2 „Tíminn - Aukablað (17.06.1953) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 26. september 2024.
  5. „Samvinnan - 3. Tölublað (01.03.1951) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 26. september 2024.
  6. Kaupfélögin," Tímarit íslenzkra samvinnufélaga 17:2-3 (1923), bls. 60-70