Svoboda | Graniru | BBC Russia | Golosameriki | Facebook
Fara í innihald

Olivier Giroud

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Olivier Giroud (2017).

Olivier Jonathan Giroud (fæddur 30. september 1986) er franskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Los Angeles FC. Hann spilaði frá 2011 til 2024 fyrir franska karlalandsliðið í knattspyrnu.

Giroud hóf ferilinn með heimaliðinu Grenoble í frönsku 2. deildinni. Hann fór síðar til Montpelier þar sem hann vann efstu deildina Ligue 1 og varð markahæstur árið 2012.

Giroud hélt síðar til Englands þar sem hann spilaði fyrir Arsenal og Chelsea FC. Hann vann aldrei deildina með ensku liðunum en fjölmarga bikar- og evróputitla. Á fyrsta tímabili sínu með AC Milan vann hann deildina með liðinu í fyrsta sinn í 11 ár.

Fyrir franska landsliðið spilaði hann sinn fyrsta leik 25 ára árið 2011. Hann varð markahæsti leikmaður landsliðsins þegar hann fór fram úr Thierry Henry árið 2022 á HM í Katar. Giroud skoraði 2 mörk gegn Íslandi í 8 liða úrslitum á EM 2016.