Svoboda | Graniru | BBC Russia | Golosameriki | Facebook
Fara í innihald

Spjall:Herts

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er íslenska nafnið yfir Hertz í alvöru talað Herts? Þetta s er að stinga mig grimmt í augun... Rockstar 21:33, 20 mars 2007 (UTC)

Ég er sammála því. --Cessator 21:34, 20 mars 2007 (UTC)
Þessi grein ætti vitaskuld að heita rið eins og aðrar greinar hérna þar sem leitast er við að nota hinar réttu þýðingar á útlenskum fræðiorðum. --Bessi 22:02, 20 mars 2007 (UTC)

Já, íslenskunin er herts, skv. framburði. Thvj 21:42, 20 mars 2007 (UTC)

herts er reyndar alíslenskt orð eins og rið, en við ættum e.t.v. að setja tilvísun frá rið í herts. Thvj 22:36, 20 mars 2007 (UTC)

Þetta er ekki alíslenskt orð heldur útlenskt orð sem reynt var að laga að íslenskum rithætti, þetta hins vegar beygist óeðlilega og er skrifað óeðlilega. Þegar auk þess er til betra íslenskt orð þá er venjan að nota það. Önnur dæmi um sömu fyrirbæði eru til dæmis orðið norm en þar er hið rétta íslenska orð staðall jafnvel þó að norm gangi (og samræmist meira að segja beygingarvenjum ólíkt herts).

SI-einingin hertz[breyta frumkóða]

Ég er ósáttur við breytingu á heiti greinarinnar úr herts í rið. Heiti SI-einingarinnar er herts, en ekki rið, þó að orðið rið þýði það sama og hertz, þ.a. ég mun taka aftur þessa breytingu, nema ef gild rök mæla á móti því. Thvj 07:56, 25 mars 2007 (UTC)

Af hverju segir þú að heiti SI-einingarinnar sé herts frekar en rið, eða þá hertz? Ég hef bara aldrei séð herts notað, annað hvort nota menn hertz eða rið. Svo er það della að hertz sé einhver enska (eins og sagt er í greininni), þetta heiti er dregið af nafni þjóðverja og er notað í þessari mynd í mörgum tungumálum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:35, 25 mars 2007 (UTC)

Sbr. Almanaki Háskóla Íslands er herts heiti SI-einingarinnar fyrir tíðni. Svo vill til að orðið rið þýðir það sama og herts, þ.e. ein sveifla á sekúndu, en það er ekki þó rétt að segja að rið sé SI-mælieining tíðni. Því vil ég breyta þessu til baka, eins og ég hafði greinina í upphafi. Thvj 13:02, 25 mars 2007 (UTC)

Mér finnst rið töluvert fallegra en herts, en ég svosem hef engar íslenskar heimildir um hvort sé réttara. Rockstar 15:00, 25 mars 2007 (UTC)

Jú, rið er fallegra orð, en herts er íslenskun á SI-einingunni Hertz. Þó að orðin þýði það sama finnst mér réttara að hafa heiti greinarinnar herts í stað rið og vil því breyta heitinu til baka. Allar SI-einingarnar hafa íslensk heiti, þó að við notum oftast alþjóðlegu táknin fyrir einingarnar. Undantekningin er sm fyrir sentímetra, þegar betra væri að nota alþjóðlega táknið cm.

SI-kerfið er ekki nafnakerfi og er því engin ástæða til að nota herts frekar en rið. Svo lengi sem skilgreiningin er rétt og hún byggir á grunneiningum SI-kerfisins er um að ræða SI-mælieiningu og hún svo rétt nefnd burt sé frá eiginlegu heiti sem notað er um hana.--Friðrik Bragi Dýrfjörð 20:44, 26 mars 2007 (UTC)