Svoboda | Graniru | BBC Russia | Golosameriki | Facebook
Fara í innihald

Spjall:Surtsey

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

„Eyjan er um 20km suðvestur af Heimaey, eða um 30km suður af Norðurey (Meginland Íslands).“ – hafa vestmanneyjingarnir komist í þetta? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 08:35, 15 ágú 2004 (UTC)

Röng dagsetning?

[breyta frumkóða]

,,en hún varð til í miklu eldgosi sem hófst þann 8. nóvember 1963" Samkæmt Íslensku alfræði orðabókinni hófst gosið 14. nóvember. Veit ekki hvort er rétt en vildi bara svona benda á þetta.

Mér sýnist sem svo að gosið hafi byrjað þann 8 nóvember neðansjávar en orðið sýnilegt þann 14 nóvember --ojs 16:52, 24 jan 2005 (UTC)

8. nóvember?

[breyta frumkóða]

Hvaðan kemur sú heimild að neðansjávargosið hafi byrjað 8. nóvember? Ég hef einhvern veginn alltaf haldið að mönnum hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en það náði upp úr sjó. Í snöggri leit á netinu fann ég fátt þar sem bendlar 8. nóv við upphaf gossins fyrir utan ensku wikipedia og síður sem spegla hana. --Bjarki Sigursveinsson 22:30, 27 jan 2005 (UTC)

Í fyrsta lagi: Þó svo komi fram að ekki sé vitað nákvæmlega hvenær það byrjaði er nokkuð ljóst að það byrjaði ekki þann 14. þar sem það var fyrst að koma upp á yfirborðið þá sem þúst,
En svo vitnað sé í þessa síðu hjá Norður–Dakóta Háskóla:
„Surtsey is a classic example of the growth of a new volcanic island. Episodic eruptions began on November 8, 1963 and ended on June 5, 1967.“
Hinsvegar liggur nokkuð ljóst fyrir að þeir gerðu ekki upprunalegu rannsókninrnar á þessu, heldur þeir sem þeir benda á á vefsíðu sinni. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:37, 27 jan 2005 (UTC)
8. nóvember verður aldrei annað en „speculation“. Vissulega hlýtur gosið að hafa byrjað áður en það braust upp á yfirborðið (þann 14.) og eyjan varð sýnileg (þann 15.), en hvaða dag getur ekki einu sinni þessi virðulegi háskóli né þeir sem hann vitnar til fundið út. Ég legg því til að við bara segjum akkúrat þetta í greininni: Menn urðu gossins varir klukkan 7.15 að morgni þess 14. nóvember 1963, þegar það braust upp nánast við borðstokkinn á fiskibátnum Ísleifi. Gosið magnaðist hratt og varð hár gosmökkur. Daginn eftir árdegis, sást í gosmekkinum að eyja hafði myndast. Er því ljóst að gosið hefur hafist einhverjum dögum áður en þess varð vart. Þann 12. nóvember fannst brennisteinslykt í lofti í suðvestanátt í Vík í Mýrdal. (Heimild: Mbl). --213.190.107.34 23:04, 27 jan 2005 (UTC) = --Moi 23:11, 27 jan 2005 (UTC)
Ennfremur er komin sú rangfærsla inn í greinina að gosið hafi hafist með neðansjávarjarðhræringum. Það er rangt, því að sérstaklega er tekið fram í fréttum á þessum tíma að engra jarðhræringa hafi orðið vart dagana á undan. Hvaðan er þetta haft? --Moi 23:11, 27 jan 2005 (UTC)
Það má nú gera ráð fyrir því að neðansjávargos hefjist með hræringum neðansjávar áður en það nær upp á yfirborðið, hvort sem menn verða varir við þær eður ey, hitt er annað mál hvort það sé ekki full–augljót til að benda á það, það má örruglega fjarlægja þetta. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:15, 27 jan 2005 (UTC)