Svoboda | Graniru | BBC Russia | Golosameriki | Facebook

Algengar spurningar

Hér fyrir neðan er listi yfir algengar spurningar sem hjálpa þér að skilja atferlisauglýsingar.

 


 

Hvað eru atferlisauglýsingar á netinu?

 

Atferlisauglýsingar á netinu er leið til að nota upplýsingar um netvafur þitt til að flokka þig ásamt öðrum notendum í áhugahópa og bjóða þér upp á auglýsingar sem byggjast á þessum áhugasviðum.

 

Atferlisauglýsingar eru frábrugðnar öðrum auglýsingaformum á netinu, svo sem efnisauglýsingum (contextual) sem birtast í kjölfar yfirstandandi, lotumiðaðrar starfsemi þinnar (þ.m.t. leitarfyrirspurna eða heimsókna á vefsíður). Einnig getur viðeigandi auglýsingum verið komið til þín sem byggjast á efni þeirra vefsíðna sem þú hefur einungis verið að skoða. Þetta kallast „endurmiðun“ (retargeting).

 

Hvernig virka þær?

 

Mismunandi leiðir eru í boði til að birta atferlisauglýsingar. Á grunnstigi eru upplýsingum um netvafur þitt – ásamt upplýsingum um vefvafur þúsunda annarra notenda – safnað og þær flokkaðar í almenna hópa, svo sem bifreiðar, fjármál og ferðalög. Áhugasnið (til dæmis – „bifreiðar“) er sett upp út frá gögnum um þær síður sem þú hefur heimsótt og skrá sem kölluð er kaka er komið fyrir í tölvunni þinni til að auðkenna þig sem einhvern sem hefur áhuga á flokknum „bílar“. Auglýsendur og vefsíður sérsníða auglýsingar fyrir notendahópa með sama áhugasvið og kakan sér síðan um að koma viðeigandi auglýsingum til þín.

 

 

Hvaða gögn eru notuð

 

Atferlisauglýsingar geta verið mismunandi eftir því hvaða upplýsingar eru notaðar og hvernig. Sem dæmi má nefna að hefðbundin auglýsinganet safna og nota upplýsingar þegar þú heimsækir eitt eða fleiri vefsvæði sem eru hluti af viðkomandi neti. Þetta eru upplýsingar eins og efni vefsíðu sem þú heimsækir, leitarorð sem þú slærð inn og auglýsingar sem þú skoðar. Hvert fyrirtæki mun veita þér frekari upplýsingar um þau gögn sem þeir safna og nota og þær má nálgast með því að smella á nýja táknið sem er í auglýsingum sem þú gætir séð á vefsíðum. Skoðaðu fimm mikilvægustu ábendingarnar okkar til að fá frekari upplýsingar.

 

Hverjir eru kostirnir?

 

Þú færð netauglýsingar sem eru viðeigandi fyrir þig og áhugasvið þín. Sem dæmi má nefna að ef þú hefur áhuga á garðrækt og heimsækir garðyrkjusíður, gætir þú – strax eða síðar þegar þú ert á netinu – fengið auglýsingar um sérstök tilboð á sláttuvélum.

 

Hnitmiðaðri auglýsingar eru hagstæðar því þú færð fleiri auglýsingar sem eru meira viðeigandi ásamt aðgangi að ódýru eða ókeypis gæðaefni, þjónustu og forritum. Þær eru hagstæðar fyrir auglýsendur því þeir geta náð til þess markhóps sem líklegastur er til að hafa áhuga á þessum upplýsingum og sleppt þeim sem eru ekki líklegir til að hafa áhuga. Þær eru einnig hagstæðar fyrir vefsíður (vefútgáfur), því auglýsingar gera þeim kleift að halda áfram að bjóða upp á ódýrt eða ókeypis efni og gera auglýsingarnar meira viðeigandi fyrir notendur sína. Auglýsingatekjurnar aðstoða við að fjármagna nýjungar og þjónustu á netinu.

 

Eru þær ekki ógnun við friðhelgi mína?

 

Upplýsingarnar sem safnað er og notaðar eru til að sérsníða auglýsingar eru ekki persónulegar, þannig að ekki er hægt að bera kennsl á þig – notandann. Reglurammi ESB um góða starfshætti var sérstaklega hannaður til að standa vörð um friðhelgi þína. Þú hefur alltaf val um hvort þú viljir njóta góðs af þessari tegund auglýsinga eða ekki. Viðeigandi auglýsingar þurfa ákveðnar upplýsingar um áhugasvið þín til að virka rétt, en við viðurkennum að fólki getur fundist það óþægilegt. Ef svo er getur þú slökkt á þeim öllum hér. Þú getur einnig stjórnað friðhelgi þinni á vafranum sem þú notar. Skoðaðu fimm mikilvægustu ábendingar okkar til að sjá hvernig þetta er framkvæmt. Margir vafrar hafa einnig ham fyrir „persónulegt vafur“.

 

Hvað get ég gert ef ég vil ekki þessa tegund auglýsinga?

 

Þú getur afþakkað hér. Þú getur einnig stjórnað friðhelgi þinni á vafranum sem þú notar. Skoðaðu mikilvægustu ábendingar okkar til að sjá hvernig þetta er framkvæmt. Margir vafrar hafa einnig ham fyrir „persónulegt vafur“.

 

Mikilvægt er að muna að þetta þýðir ekki að þú munt ekki lengur fá auglýsingar þegar þú notar netið. Þetta þýðir aðeins að auglýsingarnar sem birtast á vefsíðum verða ekki sérsniðnar að þér og áhugasviðum þínum og geta verið minna viðeigandi fyrir þig.

 

Þýða atferlisauglýsingar á netinu að ég muni sjá fleiri auglýsingar?

 

Nei, það þýðir einfaldlega að auglýsingarnar sem þú sérð á sumum vefsíðum verða meira viðeigandi fyrir þig og áhugasvið þín. Auglýsingar á netinu aðstoða við að greiða fyrir efni og þjónustu sem stendur til boða ódýrt eða ókeypis.

 

Mun netupplifun mín raskast vegna atferlisauglýsinga á netinu?

 

Nei. Þú munt ekki sjá eða upplifa neinn mun þegar þú ert á netinu. Atferlisauglýsingar miða einfaldlega að því að gera auglýsingar sem þú sérð á vefsíðum meira viðeigandi fyrir þig.

 

Munu atferlisauglýsingar á netinu beinast að börnum?

 

Reglurammi ESB um góða starfshætti inniheldur sérstaka skuldbindingu um að engin fyrirtæki skulu framleiða eða selja eitthvað sem vekur áhuga hjá markhópnum í þeim tilgangi einum að miða atferlislega á börn sem þeir vita að eru undir 13 ára aldri.

 

Hvað eru góðir starfshættir ESB og hvernig skipta þeir máli fyrir mig?

 

Reglurammi ESB um góða starfshætti eru leiðbeiningar fyrir fyrirtæki sem safna og nota upplýsingar sem þeir fá á netinu fyrir atferlisauglýsingar. Markmiðið er að veita þér gagnsærri upplýsingar og stjórn á þessari tegund auglýsinga. Í hjarta reglurammans er tákn eða auðkenni sem birtist í auglýsingum á vefsíðum til að veita þér þessar upplýsingar og stjórn. Þú getur fundið meira um þetta tákn í fimm mikilvægustu ábendingum okkar.

 

Hvernig veit ég hvort fyrirtæki sem hafa skráð sig starfi samkvæmt þessum regluramma?

 

Frekari upplýsingar um reglufylgni og framkvæmd ESB framtaksverkefnisins munu birtast hér fljótlega.

 

 

Eiga góðir starfshættir ESB við um farsíma og spjaldtölvur?

 

Þú gætir rekist á táknið þegar þú notar farsíma eða spjaldtölvur. Iðnaðurinn stefnir að því að aðlaga núverandi góða starfshætti sína að mörkuðum ESB og EES til að veita fólki meira gagnsæi og stjórn þegar það notar farsíma. Hins vegar, á meðan hinir núverandi góðu starfshættir ESB eru tæknilega hlutlausir, eiga þeir fyrst og fremst við um skjáborðs netumhverfi. Gagnasöfnun og notkun er aðeins frábrugðin í farsímaumhverfinu og við erum að vinna að því að bjóða upp á samfellda upplifun í öllu umhverfi – skjáborði, farsímum og spjaldtölvum – fyrir netnotendur. Nánari upplýsingar um þetta munu birtast á þessari síðu.

 

Verður einhverjum hugbúnaði hlaðið niður í tölvuna mína?

Nei. Atferlisauglýsingar munu ekki trufla hraða eða nettengingu.

Hvað er „kaka (cookie)“ og hvernig er hún notuð?

 

Kaka er lítil skrá með bókstöfum og tölustöfum sem hlaðið er niður í tölvuna þína þegar þú skoðar ákveðnar vefsíður. Kökurnar hjálpa vefsíðum að muna óskir notandans sem hann hefur áður valið, þegar hann fer aftur á síðuna. Kakan sjálf inniheldur ekki né safnar upplýsingum. Hins vegar, þegar hún er lesin af netþjóni í tengslum við netvafur, getur hún hjálpað vefsíðu að bjóða upp á notendavænni þjónustu – til dæmis að muna fyrri kaup eða upplýsingar um bankareikning.

 

Kökur eru geymdar í minni vafrans þíns og hver þeirra inniheldur venjulega:

– Nafn vafrans sem kakan var send frá

– Líftíma kökunnar

– Gildi – oftast einstök númer mynduð af handahófi

 

Vefsíðuvafrinn sem sendir kökuna notar þetta númer til að þekkja þig þegar þú kemur aftur á síðuna eða vafrar frá síðu til síðu. Vafrinn sem sendi kökuna er sá eini sem getur lesið, og því notað, kökuna. Kökur eru kjarninn í sérsniði á netinu og atferlisauglýsingar nota yfirleitt kökur. Vinsamlegast athugið: Kökur eru einnig notaðar í öðrum tilgangi, ekki aðeins fyrir auglýsingar.

 

Get ég gert köku óvirka?

 

Já. Sumir vafrar vilja aðeins leyfa þér að loka á kökur frá þriðja aðila (það eru kökur sem komið er fyrir í vafranum þínum af þriðja aðila – t.d. auglýsinganeti – öðrum en þessum tiltekna vefsíðueiganda) eða leyfir notkun stillinga til að loka eingöngu á kökur sem ekki uppfylla óskir þínar um friðhelgi.

 

Þú getur valið að gera allar kökur óvirkar, en það gæti haft veruleg áhrif á upplifun þína í netvafri ef þú notar þjónustu sem treystir á kökur. Skoðaðu fimm mikilvægustu ábendingarnar okkar til að fá frekari upplýsingar um hvernig nota á friðhelgisstillingar í vafranum þínum.

 

Hvað eru „flash-kökur“? Eru þær notaðar til að safna upplýsingum fyrir atferlisauglýsingar á netinu?

 

Flash-smákökur eru algeng tegund skráa sem kallast LSO (Locally shared object). LSO-tækni leyfir langvarandi geymslu og endurheimt upplýsinga sem tengjast netvafri netnotanda en koma yfirleitt ekki fram hjá netvafraeftirliti (eins og því sem er fyrir HTML-kökur). Dæmi um notkun þeirra eru Adobe Flash og Microsoft Silverlight.

 

Ef tækni, svo sem LSO-tæknin, eru notuð fyrir atferlisauglýsingar hefur það ekki áhrif á rétt þinn til að slökkva á atferlisauglýsingum og það má gera hér.

 

LSO-tæknina ætti aldrei að nota sem tæki til að koma í veg fyrir starfsemi netvafraeftirlits eða afþökkunartóla sem notendur almennt treysta á til að stýra friðhelgi sinni gagnvart atferlisauglýsingakerfum. Allar slíkar aðgerðir sem hannaðar eru til að komast framhjá notendaeftirliti og auðvelda „endurbirtingu (respawning)“ án afdráttarlauss samþykkis notandans er bönnuð í Bretlandi með breyttu persónuverndar- og fjarskipta (tilskipun EB) reglugerðinni 2011.

 

Þarf ég að afþakka ef ég nota aðra tölvu í vinnunni?

 

Já. Ef þú velur að hafna atferlisauglýsingum frá tilteknu fyrirtæki, gildir það aðeins fyrir gagnasöfnun og notkun þessa tiltekna fyrirtækis á netvafra tölvunnar eða tækisins sem þú ert að nota. Það mun því einnig hafa áhrif á annað fólk sem notar þennan netvafra. Þú verður að nota sömu aðferð á allar tölvur sem þú notar eða aðra netvafra (t.d. Internet Explorer, Google Chrome, Mozilla Firefox eða Safari) sem þú notar til að hafna atferlisauglýsingum frá viðkomandi fyrirtæki. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um afþökkun skaltu heimsækja afþökkunarsíðuna okkar.

 

Ef ég hef stillt vafrann minn til að eyða kökum sjálfkrafa þegar ég loka honum (eða geri það handstýrt), mun það hafa áhrif á árangur afþökkunarsíðunnar?

 

Já. Afþökkunarsíðan vinnur nú þannig að hvert skráð fyrirtæki hefur afþökkunar „köku“ sem þýðir í raun „engar atferlisauglýsingar“. Ef þú eyðir kökum í netvafranum þarftu að heimsækja síðuna aftur til að stilla óskir þínar. Við erum að vinna að lausn til að gera þetta skilvirkara og til að tryggja að óskir þínar séu varanlegar. Vinsamlegast athugaðu að um leið og þú stjórnar kökum í netvafranum, geturðu um leið tryggt öryggi þitt á netinu.

 

Ef ég er með hugbúnað í tölvunni minni sem ver friðhelgi og stöðvar auglýsingar, mun það hafa áhrif á árangur afþökkunarsíðunnar?

 

Það getur gert það þó að hugbúnaðurinn sjálfur geti veitt þér friðhelgi nú þegar. Við eru með gátlista fyrir „úrræðaleit (troubleshooting)“ sem getur hjálpað þér eða þú getur sent okkur athugasemdir.

 

Ef ég afþakka atferlisauglýsingar, hindrar það sprettiglugga (pop-ups) eða ruslpóst?

 

Nei. Að afþakka atferlisauglýsingar þýðir aðeins að þú munt ekki fá fleiri slíkar sérsniðnar auglýsingar. Það hefur ekki áhrif á eða hindrar neinar sérstakar tegundir auglýsinga, t.d. með tölvupósti eða sprettigluggum.

 

Ég hef heyrt af framtaksverkefni sem kallast „ekki rekja“ (do not track): Hvað er það og hvernig tengist það atferlisauglýsingum á netinu?

 

„Ekki rekja“ er nafnið á framtaksverkefni til að bæta friðhelgisstillingar innan netvafrans sem þú notar til að vafra á netinu. Framtaksverkefninu er stýrt af alþjóðlegum aðilum sem annast setningu staðla, sem kallast World Wide Web Consortium (W3C). Þó að smáatriði verkefnisins séu enn í vinnslu, hefur auglýsingaiðnaðurinn þegar samþykkt hugmyndina „ekki rekja“ fyrir atferlisauglýsingar á netinu. Þegar staðlarnir eru fullbúnir mun þessi vefsíða eiga samskipti við þá. Auglýsingaiðnaðurinn er skuldbundinn til að tryggja að framtaksverkefnið sé rekstrarsamhæft með „ekki rekja“ til að aðstoða neytendur við að taka upplýstar ákvarðanir um hvort þeir vilja að upplýsingum sé safnað og þær notaðar fyrir þessa tegund auglýsinga eða ekki.

 

Þarf ég að gera eitthvað?

Kíktu snöggvast á fimm mikilvægustu ábendingarnar okkar.

 

Ég óska eftir að leggja fram formlega kvörtun. Hvernig geri ég það?

Vinsamlegast skoðaðu kvartanasíðuna okkar.

 

Við hvern get ég haft samband til að fá frekari upplýsingar?

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu endilega láta okkur vita.