Svoboda | Graniru | BBC Russia | Golosameriki | Facebook

Orðskýringar

Öll mikilvæg hugtök sem varða atferlisauglýsingar á netinu útskýrð.

 

Auglýsandi/Vörumerki

 

Fyrirtæki sem selur vöru eða þjónustu og stendur fyrir auglýsingaherferðum til að kynna viðkomandi vöru eða þjónustu. Auglýsandi hefur sína eigin vefsíðu og er því oft vísað til hans sem vefútgáfu/eiganda netsíðu.

 

Auglýsingastofa

 

Fyrirtæki sem starfar með auglýsendum við að þróa herferðir og hrinda þeim í framkvæmd, þar á meðal að ákvarða bestu staðina til að keyra herferðina til að ná sem bestum árangri.

 

Viðskiptaborð auglýsingastofu (ATD)

 

Teymi innan auglýsingastofu sem starfar á vettvangi eftirspurnar til að stýra herferðum.

 

Auglýsingamiðlun

 

Fyrirtæki sem virkar sem opinn markaður fyrir kaup og sölu auglýsinga. Líkt og í hlutabréfaviðskiptum getur vefútgáfan selt auglýsingapláss á vefsíðum sínum til hæstbjóðanda í rauntíma.

 

Auglýsinganet

 

Fyrirtæki sem tengir vefsíður og vefútgáfur við viðeigandi auglýsendur.

 

Auglýsingavefþjónn

 

Fyrirtæki sem býður upp á tækni til að koma auglýsingum á viðeigandi síðu eða vefsvæði.

 

Kökur

 

Kaka er lítil skrá með bókstöfum og tölustöfum sem hlaðið er niður í tölvuna þína þegar þú skoðar ákveðnar vefsíður. Kökur hjálpa vefsíðum að þekkja tölvu notandans. Kökurnar þurfa ekki persónuupplýsingar til að vera nytsamlegar og í flestum tilvikum geta þær ekki persónugreint netnotendur.

 

Efnisauglýsingar

 

Auglýsingar sem beinast að ákveðnum einstakling þegar hann heimsækir vefsíðu. Sjálfvirk kerfi birta auglýsingar samkvæmt innihaldi síðunnar. Sem dæmi má nefna að þegar skoðuð er vefsíða sem inniheldur kvikmyndagagnrýni, gæti notandanum verið boðið upp á auglýsingar með nýjum kvikmyndum, nýjustu geisladiskunum eða kvikmyndavarningi.

 

Gagnasamleiðir

 

Fyrirtæki sem dregur saman upplýsingar úr fjölda heimilda og skiptir í „kafla“ út frá áhugasviðum (t.d. bifreiðakaupendur). Þær eru síðan seldar auglýsendum, auglýsingastofum eða auglýsinganetum beint eða í gegnum auglýsingaskipti, svo auglýsingarnar séu meira viðeigandi fyrir neytandann.

 

Söluvettvangur (DSP)

 

Fyrirtæki sem gerir auglýsendum kleift að tengjast vefútgáfum. Eftirspurnarvettvangur gerir auglýsendum kleift að stjórna tilboðum sem þeir gera í rauntíma í gegnum auglýsingaskipti.

 

Birtingarauglýsingar (display)

 

Auglýsingar birtast þegar notendur heimsækja vefsíðu. Þær eru yfirleitt í formi „borða“ eða myndskeiða.

 

Atferlisauglýsingar á netinu | Auglýsingar byggðar á áhugasviði

 

Söfnun og notkun á upplýsingum úr fyrra netvafri til að hægt sé að birta viðeigandi auglýsingar.

 

Söluvettvangur (SSP)

 

Fyrirtæki sem vinnur með vefútgáfum að því að hámarka skilvirkni vefsíðunnar – og þar af leiðandi það fjármagn sem fæst með því að selja auglýsingar.

 

Hnitmiðaðar auglýsingar (targeted)

 

Auglýsingar sem er sérstaklega beint að ákveðnum hluta notenda og byggist á þáttum eins og lýðfræði eða hegðun.

 

Vefútgáfa

 

Fyrirtæki sem kynnir vörur sínar og þjónustu í gegnum vefsíðu sína og í þessu samhengi, selur auglýsingar á síðuna til að aðstoða við greiðslu þeirra.

 

Netvafri

 

Hugbúnaður sem sækir og safnar upplýsingum, meðhöndlar og birtir niðurstöðurnar á stöðluðu formi á tækjum eins og tölvu eða farsíma. Dæmi um netvafra eru Internet Explorer, Firefox, Chrome, Safari og Opera.